Ég er nú ekki mikið á kynlífsáhugamálinu, en mig langar samt að vita tilhvers notendur yngri en 16 ára komast ekki inn.

Er það til þess að þeir geti ekki skoðað það sem er skrifað þar, eða svo þeir geti ekki skrifað skoðanir sínar þar?

Hvort heldur sem er, er þetta aðeins glerveggur sem gerir ekki neitt. Par sem er 15 ára, og má þar af leiðandi stunda kynlíf, getur samt ekki tjáð sig inn á áhugamálinu(nema auðvitað með kennitölufalsi)? Er vit í því?

Hinsvegar getur hver sem er skoðað hvað sem er á kynlíf. Eruð þið ekki öll annars búin að finna “útskrá”- takkann? <br><br><hr><p align=“right”>
<i>
Vits er þörf
þeim er víða ratar;
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
<br>Hávamál</i>
<a href="http://kasmir.hugi.is/hvurslags“><img src=”http://www.simnet.is/hringur/hugi/logo.jpg"></a></p