Ég sat inn í skáp og skalf, ég vissi ekki lengur hvort það var dagur eða nótt, ég vissi ekki hve lengi ég hafði setið þarna. Kannski var liðinn mánuður, eða bara fimm mínútur, ég bara vissi það ekki.

Hann vaknaði eins og venjulega, með því að opna augun, hann gekk fram og fór á klósettið, hann sturtaði niður, þvoði sér um hendurnar og greip tannburstann sinn. hann leit í spegilinn og sá að hann var ég.

Þegar morgun stússið var búið þá klæddi ég mig í snatri og hljóp út í bíl. Ég sá gufustrókana stíga út úr munninum á mér á meðan ég reyndi að starta bíldruslunni. hrollur steig eftir bakinu á mér um leið og bíllinn fór af stað og ég fékk eitthvað slæmt á tilfinninguna, eitthvað virkilega slæmt.
Ég bakkaði úr stæðinu og spólaði í þessum litla snjó af stað inn í myrkrið.
Leiðin í vinnuna liggur fram hjá fjöru, og þar keyrði ég í mestu makindum, miðstöðin farin að hita upp bílinn, enginn umferð á götunum og mér fannst núna sem þessi hrollur fyrr um daginn hafi ekki verið neitt. það var þá sem ég leit út í fjöru og sá manneskju sitja í fjöruborðinu og teygja hendur sínar í átt að mér, ég sá ekki andlitið almennilega, en það var hvítt af kulda, ég snarhemlaði og stökk út úr bílnum, ég hljóp eins og fætur toguðu. manneskjan hrundi niður á grúfu og ég kom að henni, þetta var ungur piltur á aldri við mig. ég gekk að honum og snéri honum við og ég stirnði upp þegar ég horfði framan í hann og sá sjálfan mig. heimurinn snérist og tíminn stóð í stað. Svo stökk ég á fætur án þess að segja orð og tók á sprettinn að bílnum. ég hendist inn í bílinn og þaut heim á leið, hve hræddur ég var.

Ég hef setið inn í skáp í langan tíma, ég þori ekki út. ég ákveð að kíkja út, ég sé ekkert, engann. ég lít í kringum mig og skríð svo út úr skápnum, ekkert. ég geng rólega um íbúðina en sé engann. ég fer inn í herbergi og er að fara að draga gardínurnar niður þegar ég horfi á spegil mynd mína í glugganum, hvítt andlit og útblásið tungan, og dauð augu. ég öskra, og tek á sprettin út í bíl og í burtu, ég keyri eins hratt og ég get, ég veit ekki hvert ég er að fara ég bara keyri ég þori ekki að kíkja aftur fyrir mig, ég þori ekki að kíkja í spegilinn. ég bara keyri.
Ég veit ekki hvað dró mig að fjörunni aftur en þar var ég og keyrði fram hjá henni á fullri ferð, þá sér ég hvar hann stendur á götunni fyrir framan mig, hvar ég stend á götunni fyrir framan mig. ég rykki í strýrið og bíllinn kippist upp frá jörðinni. ég hugsa ekkert. sárskaukinn þegar ég skell í hliðiná bílnum þegar hann lendir í fjöruborðinu og þegar ég þýt út um gluggann og horfi á fjöruna nálgast, og ég hugsaði ekki neitt.
Svo varð allt svart.